Evruskuldabréf ekki umræðuefnið

Nicolas Sarkozy og Angela Merkel
Nicolas Sarkozy og Angela Merkel Reuters

Sameiginleg skuldabréf evru-ríkja verða ekki rædd á fundi Angelu Merkel, kanslara Þýskalands og forseta Frakklands, Nicolas Sarkozy, í París á morgun.

Á blaðamannafundi í Berlín í dag sagði talsmaður þýsku ríkisstjórnarinnar, að slík skuldabréfaútgáfa yrði ekki til umræðu á fundi leiðtoganna tveggja.

Líkt og greint var frá á mbl.is í gær útiloka þýsk stjórnvöld ekki lengur þann möguleika að gefin verði út sameiginleg skuldabréf evruríkja og að Evrópusambandinu verði þannig formlega breytt í skuldabandalag. Reuters-fréttaveitan greindi frá þessu í gær og vitnar í frétt þýska dagblaðsins Welt am Sonntag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka