Krónan ofmetnasti gjaldmiðillinn

Fá dæmi eru um að gjald­miðill hafi verið jafn of­met­inn og ís­lenska krón­an á ár­un­um 2004-2007. Þetta seg­ir Tom Asp­rey, sér­fræðing­ur í markaðsviðskipt­um hjá Princet­on Economic Institu­te í viðskipta­tíma­rit­inu For­bes.

Í grein­inni fjall­ar Asp­rey um svo­kallaða Big Mac-vísi­tölu, sem mæl­ir verð á ham­borg­ur­um í sam­hengi við lands­fram­leiðslu. Hann seg­ir að út frá þess­um mæli­kv­arða sé gjald­miðill Bras­il­íu of­metn­asti gjald­miðill heims í dag.

„Ef litið er til baka á töl­fræði ár­anna 2004-2007 þá sést að ís­lenska krón­an var í hópi of­metn­ustu gjald­miðla heims. Árið 2007 var gjald­miðill­inn of­met­inn sam­kvæmt vísi­töl­unni um 131. Krón­an náði há­marki í júlí 2007 og verðgildi henn­ar féll um helm­ing í efna­hagskrepp­unni,“ seg­ir Asp­rey.

Asp­rey seg­ir jafn­framt að verðmæti kín­verska gjald­miðils­ins júan hafi síðustu ár verið van­metið ef Big Mac-vísi­tal­an sé lögð til grund­vall­ar. Seðlabanki Kína hafi ný­lega leyft hon­um að styrkj­ast og jú­anið hafi ekki verið sterk­ari gagn­vart doll­ar í 17 ár.

Grein­in í For­bes

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK