Varar við miklum niðurskurði

Christine Lagarde framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Christine Lagarde framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. SHANNON STAPLETON

Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir hættu á að mikill niðurskurður í ríkisfjármálum kunni að ýta undir frekari niðursveiflu í efnahagslífi. Hún varaði ríkisstjórnir við að ganga of harkalega fram á þessu sviði.

„Það er mikilvægt fyrir efnahag þróaðra ríkja að ríkissjóður þeirra sé sjálfbær og hann sé rekinn á grundvelli trúverðugra áætlana. Ef stigið er hins vegar of fast á bremsuna getur það spillt fyrir efnahagsbatanum og stuðlað að auknu atvinnuleysi,“ sagði Lagarde í samtali við Financial Times.

Þessar viðvaranir frá Lagarde koma fram á sama tíma og þrýstingur eykst á iðnríkin að draga úr skuldasöfnun. Jafnframt er mikill ótti við að hagvöxtur í heiminum sé að minnka sem muni stuðla að auknu atvinnuleysi og gera skuldugum ríkjum erfiðar fyrir í tilraunum þeirra til að ná jöfnuði í ríkisfjármálum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK