Hefur greitt Seðlabanka allt

ALMC hf. (áður Straumur-Burðarás fjárfestingarbanki) greiddi í dag Seðlabanka Íslands 46 milljóna evra afborgun af veðtryggðu láni, að því er segir í frétt á vef félagsins. Endurgreiðslan kemur í kjölfarið á sölu á fasteigninni sem hýsir verslunina Illum í Kaupmannahöfn. Sú sala markar lokaskrefið í söluferli eignar ALMC í verslununum Magasin og Illum, en eignin hafði verið veðsett Seðlabankanum.

Í fréttinni segir að frá því í mars 2009 hafi ALMC, í framhaldi af sölu eigna, endurgreitt Seðlabanka Íslands jafnvirði ríflega 450 milljóna evra, vegna veðtryggðra lánveitinga, en þar af voru um tveir þriðju hlutar í erlendri mynt. ALMC hafi þar með greitt að fullu lán sín hjá Seðlabankanum, án þess að Seðlabankinn hafi mátt þola af þeim útlánatap eða afskriftir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK