Dregur úr hagvexti á evru-svæðinu

Mjög hefur dregið úr hagvexti í evru-ríkjunum
Mjög hefur dregið úr hagvexti í evru-ríkjunum Reuters

Hagvöxtur á evru-svæðinu mældist 0,2% á öðrum ársfjórðungi en hagvöxtur mældist 0,8% á svæðinu á fyrstu þremur mánuðum ársins að meðaltali í þeim sautján ríkjum sem eru innan myntbandalags Evrópu.

Endurspeglar þetta nýjar tölur frá tveimur stærstu hagkerfum Evrópu, Þýskalandi og Frakklandi, en í Þýskalandi mældist einungis 0,1% hagvöxtur á öðrum ársfjórðungi og í Frakklandi var enginn vöxtur í fjórðungnum. Er ástandið á evru-svæðinu ólíkt því sem er að gerast í Bandaríkjunum og Japan þar sem hagvöxtur hefur verið að aukast.

Sérfræðingar sem Dow Jones fréttaveitan leitaði til spáðu því að hagvöxturinn á evrusvæðinu yrði 0,3% á öðrum ársfjórðungi.

Í ríkjum Evrópusambandsins mældist hagvöxtur 0,2% á öðrum ársfjórðungi en að meðaltali var hann 0,5% í þeim 27 ríkjum sem eiga aðild að sambandinu á fyrsta ársfjórðungi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK