Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað í dag, í samræmi við það sem gerðist á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. Engar breytingar hafa verið gerðar á eldsneytisverði hér á landi.
Verð á hráolíu til afhendingar í september lækkaði um 1,39 sent og er 86,19 á tunnan. Verð á Brent Norðursjávarolíu í október lækkaði um 1,14 sent og er 109,46 dalir tunnan.
Að sögn Myrto Sokou, sérfræðings á Sucden verðbréfamarkaðnum í Lundúnum, er þrýstingur á olíumarkaðnum búinn að vera mikill í dag, í samræmi við mikið tap á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum.