Reikningsaðferðirnar breyta engu fyrir lántakendur

mbl.is/Arnaldur

Niðurstaðan er sú sama hvort sem verðbætur eru lagðar við höfuðstól lánsfjár eða við greiðslur lánþega, að sögn Stefáns Inga Valdimarssonar stærðfræðings.

Hagsmunasamtök heimilanna sendu inn kvörtun vegna þessa til Umboðsmanns Alþingis, sem hefur krafið seðlabankastjóra skýringa.

„Það er rétt að það er ákveðið misræmi milli þess sem stendur í lögum um verðtryggingu og hins vegar í reglum Seðlabankans. Í lögunum segir að verðtrygging leggist á greiðslur inn á lán, en í reglunum segir að hún leggist á höfuðstólinn. Leiðirnar skila hins vegar sömu niðurstöðu, þ.e. að þegar upp er staðið greiðir lántaki sömu heildarupphæð,“ segir Stefán Ingi í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.

Hvorki Seðlabanki né efnahags- og viðskiptaráðherra vildu tjá sig um kröfu Umboðsmanns.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK