Verðfall á Wall Street

Það er ekki bjart yfir Wall Street þessa dagana
Það er ekki bjart yfir Wall Street þessa dagana Reuters

Mikið verðfall var á hlutabréfamörkuðum vestanhafs í kvöld í kjölfar nýrrar skýrslu Morgan Stanley-fjárfestingarbankans þar sem varað var við því að Evrópa og Bandaríkin væru á leið í nýja kreppu.

Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 3,68% eða 419,63 stig og er lokaverð hennar 10.990,58 stig. S&P 500-vísitalan lækkaði um 4,46% og Nasdaq um 5,22%.

Er lækkunin á Wall Street í takt við hlutabréfamarkaði í Evrópu sem lækkuðu mikið í dag. Er lækkunin víða í Evrópu sú mesta síðan í byrjun árs 2009 er kreppan var í algleymi. 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK