Fréttaskýring: Gætu þurft að afskrifa milljarða

Nær öll fasteignalán á Íslandi eru verðtryggð og eru hagsmunir …
Nær öll fasteignalán á Íslandi eru verðtryggð og eru hagsmunir í málinu því miklir. mbl.is/Arnaldur

Óhætt er að segja að kvört­un Hags­muna­sam­taka heim­il­anna til Umboðsmanns Alþing­is hafi vakið at­hygli inn­an fjár­mála­geir­ans, þótt fólk þar hafi verið tregt til að tjá sig op­in­ber­lega um hana. Kvört­un­in snýr að því hvernig verðbæt­ur á verðtryggð lán hafa verið reiknuð í gegn­um tíðina.

Heim­ild­ar­menn Morg­un­blaðsins segja að ein hugs­an­leg af­leiðing þessa geti verið að eig­end­ur verðtryggðra eigna, bank­ar og líf­eyr­is­sjóðir þar á meðal, gætu lent í því að þurfa að af­skrifa stór­an hluta þess­ara eigna og myndi það ganga hættu­lega nærri efna­hags­reikn­ingi þeirra.

Rétt er þó að taka fram að þetta er aðeins ein mögu­leg niðurstaða af nokkr­um. Óviss­an sé um­tals­verð, ekki síst vegna þess að marg­ir inn­an banka­kerf­is­ins segj­ast ekki skilja al­menni­lega hvað það er sem bank­arn­ir eiga að hafa gert vit­laust og hvernig þeir hefðu þá átt að haga sín­um mál­um ann­ars.

Hvað verður um höfuðstól­inn?

Eins og greint var frá í Morg­un­blaðinu í gær breyt­ir það engu varðandi heild­ar­fjár­hæð sem lán­taki greiðir yfir all­an tíma verðtryggðs láns hvort verðbæt­ur legg­ist á greiðslur eða höfuðstól. End­an­leg niðurstaða er sú sama.

Það á hins veg­ar ekki endi­lega við þegar litið er á stöðu láns­ins þegar 20 ár eru liðin frá töku 40 ára láns, svo dæmi sé tekið. Ef dóm­stól­ar kom­ast að því að ólög­legt sé að reikna verðbæt­ur á höfuðstól láns þá er ekki ólík­legt að höfuðstóll­inn, sem ekki hef­ur elt verðbólgu, sé í raun orðinn mjög lít­ill á nú­v­irði. Því geti verið mjög auðvelt fyr­ir lán­taka að greiða upp gam­alt verðtryggt lán ef kom­ist er að því að óheim­ilt hafi verið að reikna verðbæt­ur á höfuðstól.

Einn heim­ild­armaður Morg­un­blaðsins úr banka­kerf­inu, sem ekki vildi láta nafns síns getið, seg­ir að í raun séu þrjár mögu­leg­ar niður­stöður í mál­inu – að því gefnu að Hags­muna­sam­tök­in hafi rétt fyr­ir sér.

Fyrsti mögu­leik­inn er sá að all­ar verðbæt­urn­ar legg­ist á greiðslur lán­taka en ekki á höfuðstól­inn. Þá eykst mánaðarleg greiðslu­byrði mjög mikið og lánið verður í raun að óverðtryggðu láni. Verðtrygg­ing­in í þessu dæmi verður því að engu.

Ann­ar mögu­leik­inn er sá að lán­taki fái lánað hjá lán­veit­anda fyr­ir mánaðarleg­um verðbót­um og að það lán legg­ist við höfuðstól upp­haf­lega láns­ins. Með þessu móti væri hægt að breyta verðtrygg­ingu höfuðstóls í verðtrygg­ingu greiðslna án þess að það hafi áhrif á stöðu mála eins og hún er í dag.

Hundruð millj­arða í húfi

Af­leiðing­arn­ar fyr­ir fjár­mála­kerfið gætu orðið mikl­ar og al­var­leg­ar, að sögn heim­ild­ar­manna Morg­un­blaðsins.

„Ef svo fer að dóm­stól­ar dæma verðtrygg­ingu höfuðstóls ólög­lega er hugs­an­legt að færa þurfi niður verðtryggðar eign­ir í bók­haldi fyr­ir­tækja og stofn­ana. Eðli­legt væri að miða við upp­greiðslu­v­irði eign­anna, þ.e. nafn­v­irði höfuðstóls á hverj­um tíma að viðbættu upp­greiðslu­álagi nema unnt sé að sýna fram á að sjóðstreymi sé tryggt til lengri tíma. Í til­viki eldri verðtryggðra lána get­ur verið um um­tals­verða lækk­un á bók­færðu virði þess­ara eigna,“ seg­ir Sturla Jóns­son, end­ur­skoðandi hjá Íslensk­um end­ur­skoðend­um.

Líf­eyr­is­sjóðirn­ir eiga ríf­lega 535 millj­arða króna í verðtryggðum íbúðabréf­um. Íbúðalán banka­kerf­is­ins nema alls ríf­lega 260 millj­örðum króna og eru þau nær öll verðtryggð.

Rétt er að ít­reka að þessi niðurstaða, þ.e. mikl­ar af­skrift­ir verðtryggðra eigna, er aðeins ein hugs­an­leg niðurstaða af mörg­um. Verði hún hins veg­ar að veru­leika er ís­lenskt fjár­mála­kerfi í raun að sjá fram á end­ur­tekn­ingu á geng­islána­klúðrinu, þar sem kom­ist var að því að margra ára göm­ul út­lána­hefð hafði all­an tím­ann verið ólög­leg. Af­leiðing­in var tap fyr­ir fjár­mála­kerfið upp á tugi ef ekki hundruð millj­arða króna, en það mál myndi hverfa í skugg­ann af verðtrygg­ing­arklúðrinu, ef um klúður er að ræða.

Ekki eru all­ir sam­mála um að um nokk­urt klúður sé að ræða. Þórey S. Þórðardótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða, sagði í skrif­legu svari til Morg­un­blaðsins að í sín­um huga væri málið svo vit­laust að hún teldi ekki taka því að velta sér upp úr því hvaða áhrif það hefði á bók­færðar eign­ir líf­eyr­is­sjóðanna.

Þegar haft var sam­band við Seðlabank­ann vegna máls­ins feng­ust þau svör að bank­inn væri að vinna að svari til Umboðsmanns Alþing­is og þar til þeirri vinnu væri lokið vildi Seðlabank­inn ekki tjá sig um málið.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK