Hefur trú á bandarísku hagkerfi

Forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, ítrekaði í dag trú sína á efnahag Bandaríkjanna, á fundi sem hann átti með Joe Biden, varaforseta Bandaríkjanna, í Kína í dag.

Kína er stærsti lánveitandi bandaríska ríkisins og Biden notaði tækifærið í sinni fyrstu opinberu heimsókn til Kína frá því hann tók við embætti varaforseta, að fullvissa kínversk yfirvöld um að fjárfesting þeirra í bandarískum ríkisskuldabréfum væri örugg fjárfesting.

Wen segir að skýr skilaboð Biden hafi aukið tiltrú hans á Bandaríkjunum.

Segir hann mikilvægt að Biden hafi sent kínversku þjóðinni skýr skilaboð um að Bandaríkin muni standa við orð sín og skuldbindingar hvað varðar skuldastöðu landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK