Forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, ítrekaði í dag trú sína á efnahag Bandaríkjanna, á fundi sem hann átti með Joe Biden, varaforseta Bandaríkjanna, í Kína í dag.
Kína er stærsti lánveitandi bandaríska ríkisins og Biden notaði tækifærið í sinni fyrstu opinberu heimsókn til Kína frá því hann tók við embætti varaforseta, að fullvissa kínversk yfirvöld um að fjárfesting þeirra í bandarískum ríkisskuldabréfum væri örugg fjárfesting.
Wen segir að skýr skilaboð Biden hafi aukið tiltrú hans á Bandaríkjunum.Segir hann mikilvægt að Biden hafi sent kínversku þjóðinni skýr skilaboð um að Bandaríkin muni standa við orð sín og skuldbindingar hvað varðar skuldastöðu landsins.