Skuldatryggingarálagið undir meðaltali

Reuters

Skuldatryggingarálag á evruskuldir ríkissjóðs Íslands til 5 ára hefur haldist undir meðaláhættuálagi á ríki í Vestur-Evrópu samfleytt frá því seint í júní síðastliðnum.

Í lok dags í gær stóð álagið í 240 punktum (2,40%) samkvæmt gögnum úr Bloomberg-gagnaveitunni en á sama tíma var meðaláhættuálagið á ríki Vestur-Evrópu 326 punktar, að því er fram kemur í Morgunkorni Íslandsbanka.

„Sem kunnugt er kemur þessi þróun einna helst afleiðing af áhyggjum markaðsaðila af skuldavanda margra evruríkja, svo sem Grikklands, Portúgals, Írlands, Spánar og Ítalíu.

Álagið á gríska ríkið hefur lengi verið langhæst af öllum ríkjum Vestur-Evrópu sem seldar eru skuldatryggingar fyrir og stóð það í lok dags í gær í 1.877 punktum. Þar á eftir komu Portúgal (876 punktar), Írland (786 punktar) og svo Spánn (364 punktar). Var skuldatryggingarálagið á Ísland það sjöunda hæsta í þessum samanburði. Þess má geta að á sama tíma í fyrra stóð álagið á Ísland í 320 punktum og var þá fjórða hæsta á meðal ríkja Vestur-Evrópu.

Er skuldatryggingarálagið á Ísland þar með töluvert lægra í dag, eða sem nemur um 80 punktum, en það var á sama tíma í fyrra. Þessi þróun er síður en svo almenn enda hefur áhættuálagið hækkað á öll önnur ríki Vestur-Evrópu á þessum tíma,“ segir í Morgunkorni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK