Óttast ekki um einkunn Þýskalands

Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands.
Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands. Reuters

Fjármálaráðherra Þýskalands, Wolfgang Schäuble, sagðist í dag ekki óttast að landið missti lánshæfiseinkunn sína hjá stærstu matsfyrirtækjum heimsins í ljósi þess niðurskurðar sem gripið hafi verið til, en þýska hagkerfið hefur hæstu einkunn í þeim efnum.

„Á meðan við höldum áfram að framfylgja skynsamlegri stefnu þá þurfum við ekki að óttast neitt,“ sagði ráðherrann við fjölmiðla í Berlín í dag samkvæmt fréttavefnum Thelocal.de.

Hann sagði það óheppilegt að aðeins væru þrjú matsfyrirtæki á Vesturlöndum og gagnrýndi fyrirtækin ennfremur fyrir ýmis mistök. Þau hefðu til að mynda ekki séð alþjóðlegu fjármálakreppuna fyrir.

Þá ítrekaði Schäuble að evruskuldabréf væru ekki á dagskrá á meðan ekki væri um að ræða eina fjármálastjórn innan evrusvæðisins eða einn fjármálaráðherra fyrir Evrópusambandið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK