Hagvöxtur í aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, var 0,2% á öðrum fjórðungi ársins samanborið við 0,3% á fyrsta fjórðungi.
Hagvöxturinn hefur einkum dregist saman á evrusvæðinu. Þannig mældist hagvöxtur í Þýskalandi 0,1% á öðrum fjórðungi en var 1,3% á þeim fyrsta. Þá var landsframleiðslan í Frakklandi óbreytt en jókst um 0,9% á fyrsta ársfjórðungi.