Greenspan: „Evran er að hrynja“

Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkjanna.
Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Reuters

Evran er að hrynja og skuldavandi Evrópusambandsins stendur bandaríska hagkerfinu fyrir þrifum. Þetta sagði fyrrverandi seðlabankastjóri  Bandaríkjanna, Alan Greenspan, í ræðu hjá Innovation Nation Forum í dag samkvæmt frétt Dow Jones fréttaveitunnar.

„Evran er að hrynja,“ sagði Greenspan og bætti við að ástæða þess að ekki gengi betur í efnahagsmálum Bandaríkjanna væri sú mikla óvissa sem ríkti og lagði í því sambandi áherslu á að 20% af útflutningi landsins færu til Evrópu.

Hann sagði helsta vandamálið það að evrópskir bankar væru að lenda í vandræðum vegna þess að þeir ættu mikið af skuldum ríkja sem væru við það að lenda í greiðsluþroti.

Þá sagðist Greenspan ekki eiga von á því að Bandaríkin myndu aftur lenda í kreppu þó líkurnar á því hefðu aukist.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK