Spáir „blóðbaði“ í bankageiranum

Það er ekki bjart yfir fjármálahverfunum í Lundúnum þessa dagana.
Það er ekki bjart yfir fjármálahverfunum í Lundúnum þessa dagana. Reuters

„Þetta er blóðbað og ég býst við að hlutirnir eigi eftir að versna áður en þeir munu skána,“ segir Jonathan Evans, framkvæmdastjóri ráðningarfyrirtækisins Sammons Associates í Lundúnum, um fjöldauppsagnir hjá fjármálafyrirtækjum í Evrópu.

„Ég fæ ekki séð að margir þeirra sem hafa misst vinnuna muni fá störfin sín aftur. Óháð því hversu fær einhver er, þá er enginn að ræða um mannaráðningar. Lífið verður strembið í tvö til þrjú ár,“ segir Evans í samtali við CNBC-viðskiptastöðina.

Fram kemur á vef Sammons Associates að fyrirtækið hafi verið stofnað 1957 og að það starfi með mörgum þekktustu fyrirtækjum Bretlands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK