„Þetta er blóðbað og ég býst við að hlutirnir eigi eftir að versna áður en þeir munu skána,“ segir Jonathan Evans, framkvæmdastjóri ráðningarfyrirtækisins Sammons Associates í Lundúnum, um fjöldauppsagnir hjá fjármálafyrirtækjum í Evrópu.
„Ég fæ ekki séð að margir þeirra sem hafa misst vinnuna muni fá störfin sín aftur. Óháð því hversu fær einhver er, þá er enginn að ræða um mannaráðningar. Lífið verður strembið í tvö til þrjú ár,“ segir Evans í samtali við CNBC-viðskiptastöðina.
Fram kemur á vef Sammons Associates að fyrirtækið hafi verið stofnað 1957 og að það starfi með mörgum þekktustu fyrirtækjum Bretlands.