Stærsta smásölukeðja Bretlands, Tesco, er að undirbúa skuldabréfaútboð í kínverskum júan í Hong Kong. Með útboðinu ætlar Tesco að safna yfir 100 milljónum Bandaríkjadala, samkvæmt frétt Dow Jones fréttaveitunnar.
Tesco er þriðja stærsta smásölukeðja heims og er meðal annars með starfsemi í Kína. Með útboðinu bætist Tesco í hóp útlendra fyrirtækja sem leita til Kína eftir fjármagni en Kínverjar reyna nú að markaðssetja júan sem alþjóðlegan gjaldmiðil.