Tesco í skuldabréfaútboð í Hong Kong

Tesco verslun í Lundúnum
Tesco verslun í Lundúnum Reuters

Stærsta smásölukeðja Bretlands, Tesco, er að undirbúa skuldabréfaútboð í kínverskum júan í Hong Kong. Með útboðinu ætlar Tesco að safna yfir 100 milljónum Bandaríkjadala, samkvæmt frétt Dow Jones fréttaveitunnar.

Tesco er þriðja stærsta smásölukeðja heims og er meðal annars með starfsemi í Kína. Með útboðinu bætist Tesco í hóp útlendra fyrirtækja sem leita til Kína eftir fjármagni en Kínverjar reyna nú að markaðssetja júan sem alþjóðlegan gjaldmiðil.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK