Verðbólgan nú 5%

Vísi­tala neyslu­verðs miðuð við verðlag í ág­úst hækkaði um 0,26% frá fyrra mánuði og hef­ur hækkað um 5% und­an­farna 12 mánuði, sam­kvæmt út­reikn­ing­um Hag­stof­unn­ar.  Er þetta held­ur minni hækk­un milli mánaða en grein­ing­ar­deild­ir banka höfðu spáð en 12 mánaða verðbólga nú er sú sama og í júlí.

Síðustu þrjá mánuði hef­ur vísi­tal­an hækkað um 0,9% sem jafn­gild­ir 3,5% verðbólgu á ári.

Vísi­tal­an án hús­næðis hækkaði meira í ág­úst eða um 0,36% og hef­ur hækkað um 4,7% síðustu 12 mánuði.

Hag­stof­an seg­ir, að sumar­út­söl­ur séu víða um garð gengn­ar og hækkaði verð á föt­um og skóm um 5,5%. Verð á mat og drykkjar­vöru hækkaði um 0,8% en verð á bens­íni og ol­í­um lækkaði um 1,7%.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK