Fréttaskýring: Með veð í öllu hlutafé Sögu

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson var forstjóri Sögu
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson var forstjóri Sögu mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Seðlabankinn hefur, í gegnum Eignarhaldsfélag Seðlabanka Íslands (ESÍ), veð í öllu hlutafé Sögu Fjárfestingabanka.

Greint var frá því í Viðskiptablaðinu í gær að ESÍ hefði tekið yfir Hildu, annað móðurfélaga Sögu, og þar með eignast með beinum hætti tæplega tíu prósenta hlut í fjárfestingabankanum.

Þau ríflega 90 prósent sem eftir standa af hlutafé fjárfestingabankans eru í eigu Sögu Eignarhaldsfélags hf. en eigendur þess eru þeir sömu og áttu Hildu fyrir yfirtöku ESÍ á því félagi.

Endurskipulagning bankans

Félögin tvö urðu til við endurskipulagningu á Sögu Fjárfestingabanka haustið 2009. Hilda var þá látin taka yfir 15,1 milljarðs króna skuld bankans við ESÍ, en sú skuld kom til vegna láns ríkisins til bankans eftir bankahrun. Á móti þeirri skuld komu ýmsar eignir frá Sögu Fjárfestingabanka, en þær eignir lækkuðu hratt í verði.

Á aðalfundi Hildu þann 30. júní síðastliðinn kom fram að tekist hefði að greiða eitthvað inn á lánið til Seðlabankans, en illa hefði hins vegar gengið að vinna úr eignum Hildu, eins og fram kemur í frétt Viðskiptablaðsins. Því hafi niðurstaðan orðið sú að ESÍ tæki félagið yfir.

Hlutafé Hildu var fært niður og svo hækkað aftur um einn milljarð, en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins lagði Seðlabankinn ekkert nýtt fé inn í félagið.

Þrátt fyrir að skuldin við ESÍ hafi verið öll flutt í Hildu þýðir það ekki að Saga Fjárfestingabanki eða Saga Eignarhaldsfélag hafi þar með verið laus allra mála, því Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að Seðlabankinn eigi veð í öllu eftirstandandi hlutafé í fjárfestingabankanum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK