Græddi 32 milljarða á einum degi

Warren Buffett.
Warren Buffett. Reuters

Stundum er eins og allt verði að gulli, sem bandaríski kaupsýslumaðurinn Warren Buffett snertir á.

Á fimmtudag tilkynnti fjárfestingarfélag hans, Berkshire Hathaway, að það væri að kaupa hlut í Bank of America fyrir 5 milljarða dala eða sem svarar til 7% hlutar í bankanum.  Við þessar fréttir hækkuðu bréf bankans strax um 25% en síðan dró aðeins úr hækkuninni og þegar viðskiptadegi lauk höfðu bréfin hækkað um 10%. Þetta þýddi, að á einum degi græddi  Berkshire Hathaway 280 milljónir dala eða jafnvirði nærri 32 milljarða króna - á pappírnum.

Fram kemur á vef breska blaðsins Daily Telegraph, að kaup Buffetts í bréfum Bank of America hafi vakið mikla athygli enda hafi bréfin lækkað um 53% á þessu ári vegna þess að fjárfestar hafa áhyggjur af fjárhagsstöðu bankans.

En Buffett telur, að sögn Telegraph, að Bank of America, sem er stærsti banki landsins, sé sterkur og mikil hagnaðarvon sé í þessum hlutabréfakaupum. 

Buffett hefur áður keypt stóra hluti í bandarískum bönkum, þar á meðal í Goldman Sachs í upphafi fjármálakreppunnar en hann stórgræddi á þeirri fjárfestingu.

Vefur Telegraph

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK