Grískir bankar sameinast

Höfuðstöðvar Alpha Bank í Aþenu.
Höfuðstöðvar Alpha Bank í Aþenu. Reuters

Tveir af stærstu bönkum Grikklands, Eurobank og Alpha Bank, eru að ganga frá samkomulagi um samruna. Fjárfestingarstofnun Katar, sem á 5% í Alpha Bank, mun eignast 16% í sameinaða bankanum.

Hlutabréfavísitala í Grikklandi hækkaði um 9% í morgun vegna þessara tíðindi. Grísk hlutabréf hafa lækkað stöðugt undanfarna mánuði og á föstudag hafði vísitalan ekki verið lægri í 15 ár.

Sameinaði bankinn, Alpha Eurobank, verður sá stærsti í Grikklandi með 150 milljarða evra eignir, 80 milljarða í innlánum og 2.000 útibú í suðausturhluta Evrópu.

Grískir fjölmiðlar segja, að Katar muni leggja bankanum til að minnsta kosti 500 milljónir evra í væntanlegri hlutafjáraukningu, sem gæti numið tveimur milljörðum evra.

Sérfræðingar segja, að gangi sameiningin eftir muni hún auka tiltrú á bankana og bæta lausafjárstöðuna. Eurobank stóðst ekki álagspróf, sem lagt var fyrir stærstu banka á evrusvæðinu í júlí.

Búist er við, að þessi samruni muni leiða til frekari samruna í gríska fjármálakerfinu.

Gengi hlutabréfa grískra banka hefur hrunið á þessu ári. Þannig hafa bréf National Bank, stærsta banka Grikklands, lækkað um 47,8%, bréf Eurobank um 48%, Alpha Bank um 42,1% og Piraeus Bank um 68,9%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK