Jarðvegur að myndast fyrir vaxtamunarviðskipti

Sérfræðingar, sem Bloomberg fréttastofan ræðir við hér á landi, segja að með stýrivaxtahækkun Seðlabankans fyrr í ágúst séu að skapast á ný skilyrði fyrir svonefnd vaxtamunarviðskipti, sem talsvert voru stunduð fyrir hrun og leiddu til þess að erlendir bankar gáfu út skuldabréf í íslenskum krónum í stórum stíl.

Vaxtamunarviðskipti, sem nefnd eru carry trade á ensku, felast í því að lán eru tekin í ríkjum þar sem vextir eru lágir, og féð ávaxtað á mörkuðum þar sem vextir eru háir. Þegar íslenska bankakerfið hrundi áttu erlendir fjárfestar  nærri 500 milljarða króna í skuldabréfum sem lokuðust inni vegna gjaldeyrishaftanna. 

„Seðlabankinn hefur lýst því yfir, að hann vilji opna dyrnar að vaxtamunaviðskiptum," hefur Bloomberg eftir Ásgeiri Jónssyni, hagfræðingi hjá Gamma. „Og þar sem græðgi á sér engin takmörk munu þeir sem stunda vaxtamunarviðskipti alltaf snúa aftur svo framarlega sem ávöxtunin er góð."

Hann segir að fjárfestar séu nú að endurmeta áhættu og telji ákjósanlegra að fjárfesta í nýjum skuldabréfum nýmarkaðsríkja en landa á borð við Ítalíu. „Um leið og markaðurinn opnast á Íslandi munu vaxtamunarviðskiptamennirnir snúa aftur."

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir að með því að hækka vexti sé verið að gera íslensku krónuna ákjósanlegri kost. Hinn þurfi menn ekki að hafa áhyggjur af vaxtamunarviðskiptum í bráð.

Lars Christiansen, sérfræðingur Danske Bank, segir við Bloomberg, að brask með krónu ætti ekki að skaða íslenska hagkerfið, svo framarlega sem umframávöxtunin, sem Seðlabankinn bjóði, sé meiri en áhættan sem því fylgir að eiga íslenskar krónur. 

„Í grundvallaratriðum gæti það verið góð hugmynd fyrir Ísland að laða að sér vaxtamunarviðskipti en vaxtamunurinn endurspeglar að vextir eru hærri en ætluð áhætta fjárfesta," segir hann við Bloomberg. 

Grein Bloomberg

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK