„Í huga erlendra ferðamanna er Ísland kalt, blautt og dýrt yfir vetrartímann. Þessu þurfum við að breyta og varpa upp afmarkaðri jákvæðari mynd af landinu sem kosti í vetrarferðamennsku“, segir Pétur Óskarsson, stjórnarformaður Katla Travel, í viðtali við Viðar Garðarsson í Alkemistanum í dag.
„Það er algert lykilatriði að nýta sér þjónustu reyndra markaðsaðila á hverju markaðssvæði fyrir sig og koma upplýsingum beint til neytenda með markvissum hætti,“ segir Pétur.