Spá hagvexti næstu árin

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að hagvöxtur á Íslandi verði á bilinu 2,5-3% á næstu árum. Þá gerir sjóðurinn ráð fyrir því að atvinnuleysi verði komið niður í 3,5% árið 2014 og að verðbólga verði um 2,5% eftir 2013.

Samkvæmt spánni, sem birt er í skýrslu starfsmanna sjóðsins um íslensk efnahagsmál, er gert ráð fyrir 2,5% hagvexti í ár, 3,1% á næsta ári, 2,8% árin 2013 og 2014, 2,7% árið 2015 og 3% árið 2016.

Gert er ráð fyrir að aukning einkaneyslu nemi um 3,5% á ári út spátímann. Þá miðar sjóðurinn við að samneysla hætti að dragast saman árið 2014 og fari síðan að aukast á ný.

Skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka