Hver vill yfirtaka autt og notað en að sögn ótrúlega vel viðhaldið fyrrum ráðstefnuhótel og blása nýju lífi í þekkt kennileiti? Svona nokkurn veginn hljóðar texti á danskri vefsíðu þar sem sagt er frá nauðungaruppboð á þessari 4.600 fermetra byggingu, sem einhverjir Íslendingar kannast við undir formerkjum Sam Hotels frá dögunum fyrir hrun.
Íslendingurinn Sigtryggur Magnússon opnaði Sam Hotels í Nykøbing á Falstri í Danmörku árið 2007 en þar var einnig ráðstefnumiðstöð og heilsurækt. Hótelið komst í fréttirnar á Íslandi í apríl 2008 þegar verkalýðsfélagið á staðnum krafðist þess að félagið Sam Welness A/S yrði tekið til gjaldþrotaskipta þar sem starfsemenn heilsuræktarinnar höfðu ekki fengið greidd laun.
Er á dönsku síðunni sagt að endalok rekstursins hafi átt upptök sín í mistökum í rekstri bæði heilsuræktarinnar og hótelsins auk tíðra stjórnendaskipta.
Hótelbyggingin sem hefur ekki verið í rekstri í tvö ár verður nú boðin upp vegna vangoldinna skatta.