Sam Hotels boðið upp

Danski fáninn.
Danski fáninn. mynd/norden.org

Hver vill yfirtaka autt og notað en að sögn ótrúlega vel viðhaldið fyrrum ráðstefnuhótel og blása nýju lífi í þekkt kennileiti? Svona nokkurn veginn hljóðar texti á danskri vefsíðu þar sem sagt er frá nauðungaruppboð á þessari 4.600 fermetra byggingu, sem einhverjir Íslendingar kannast við undir formerkjum Sam Hotels frá dögunum fyrir hrun.

Íslendingurinn Sigtryggur Magnússon opnaði Sam Hotels í  Nykøbing á Falstri í Danmörku árið 2007 en þar var einnig ráðstefnumiðstöð og heilsurækt. Hótelið komst í fréttirnar á Íslandi í apríl 2008 þegar verkalýðsfélagið á staðnum krafðist þess að félagið Sam Welness A/S yrði tekið til gjaldþrotaskipta þar sem starfsemenn heilsuræktarinnar höfðu ekki fengið greidd laun.

Er á dönsku síðunni sagt að endalok rekstursins hafi átt upptök sín í mistökum í rekstri bæði heilsuræktarinnar og hótelsins auk tíðra stjórnendaskipta.

Hótelbyggingin sem hefur ekki verið í rekstri í tvö ár verður nú boðin upp vegna vangoldinna skatta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK