Sam Hotels boðið upp

Danski fáninn.
Danski fáninn. mynd/norden.org

Hver vill yf­ir­taka autt og notað en að sögn ótrú­lega vel viðhaldið fyrr­um ráðstefnu­hót­el og blása nýju lífi í þekkt kenni­leiti? Svona nokk­urn veg­inn hljóðar texti á danskri vefsíðu þar sem sagt er frá nauðung­ar­upp­boð á þess­ari 4.600 fer­metra bygg­ingu, sem ein­hverj­ir Íslend­ing­ar kann­ast við und­ir for­merkj­um Sam Hotels frá dög­un­um fyr­ir hrun.

Íslend­ing­ur­inn Sig­trygg­ur Magnús­son opnaði Sam Hotels í  Nykøbing á Falstri í Dan­mörku árið 2007 en þar var einnig ráðstefnumiðstöð og heilsu­rækt. Hót­elið komst í frétt­irn­ar á Íslandi í apríl 2008 þegar verka­lýðsfé­lagið á staðnum krafðist þess að fé­lagið Sam Wel­ness A/​S yrði tekið til gjaldþrota­skipta þar sem starf­se­menn heilsu­rækt­ar­inn­ar höfðu ekki fengið greidd laun.

Er á dönsku síðunni sagt að enda­lok rekst­urs­ins hafi átt upp­tök sín í mis­tök­um í rekstri bæði heilsu­rækt­ar­inn­ar og hót­els­ins auk tíðra stjórn­enda­skipta.

Hót­el­bygg­ing­in sem hef­ur ekki verið í rekstri í tvö ár verður nú boðin upp vegna van­gold­inna skatta.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK