Viðkvæmar upplýsingar láku út

Evangelos Venizelos fjármálaráðherra
Evangelos Venizelos fjármálaráðherra Reuters

Gríska fjármálaráðuneytið á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir og ekki bætti úr skák þegar innanhússskýrsla lak út um að skuldir ríkissjóðs væru óviðráðanlegar á sama tíma og starfsmenn ráðuneytisins funda með lánardrottnum.

Fjármálaráðherra landsins, Evangelos Venizelos, var ómyrkur í máli í yfirlýsingu sem ráðuneytið sendi frá sér í dag og sagði að mikið vantaði upp á hæfni skrifstofu fjárlagagerðar. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að ekki liggi ljóst fyrir hvort lánapakkinn sem búið er að samþykkja að veita Grikkjum upp á 159 milljarða evra dugi til.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK