Niðursveifla á mörkuðum eftir atvinnuleysistölur

Miðlarar á Wall Street.
Miðlarar á Wall Street.

Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum lækkuðu mikið þegar viðskipti hófust á Wall Street klukkan 13.30 að íslenskum tíma. Ástæðan er hversu illa hefur gengið að skapa ný störf þar í landi. Atvinnuleysi mældist 9,1% í ágúst sem er það sama og í mánuðinum á undan. Engin ný störf urðu til hjá hinum opinbera í mánuðinum.

Dow Jones vísitalan hefur lækkað um 1,97%, S&P um 2,07% og Nasdaq um 1,48%.

Skiptir engu í hvaða atvinnugrein fyrirtækin eru, hlutabréf hafa lækkað í öllum greinum. Mest er þó lækkunin hjá fjármálafyrirtækjunum eftir að New York Times birti frétt um að bandarísk stjórnvöld ætluðu að höfða mál gegn á annan tug banka vegna taps á veðskuldabréfum.

Bank of America hefur lækkað um 6,2%, JPMorgan Chase lækkaði um 3,4% og Goldman Sachs um 4,4%.

Í Lundúnum hefur FTSE lækkað um 2,38%, CAC í París hefur lækkað um 3,35%, DAX í Frankfurt um 3,41%, Ibex í Madríd um 3,51% og FTSE Mib í Mílanó um 3,39%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK