Salan á Iceland að hefjast

Iceland rekur um 730 verslanir.
Iceland rekur um 730 verslanir.

Breska blaðið Telegraph segir frá því í dag að verslunarkeðjan Iceland, sem er að 77% hluta í eigu íslenskra banka, verði auglýst til sölu í þessum mánuði. Í fyrirsögn greinarinnar er velt upp þeirri spurningu hvort raunhæft sé að fá 1,5 milljarða punda eða tæplega 280 milljarða króna fyrir hlutinn.

Slitastjórn Landsbankans á 67% hlut í Iceland og Glitnir 10% hlut. Iceland er langverðmætasta eign gamla Landsbankans og því skiptir miklu að salan á fyrirtækinu gangi vel. Slitastjórnin hefur engu viljað svara um hvenær hluturinn verður settur á sölu.

Vitað er að Malcolm Walker, stofnandi Iceland, sem á 4% hlut í fyrirtækinu, hefur mikinn áhuga á að eignast það. Spurningin er hins vegar um áhuga annarra.

Telegraph fullyrðir að í þessum mánuði muni bankarnir UBS og Bank of America Merrill Lynch gefa út útboðslýsingu vegna sölunnar á Iceland. Blaðið segir að salan á fyrirtækinu sé ekki einfalt verkefni. Salan verði að eiga sér stað í einhvers konar samkomulagi við Walker. Blaðið bendir á að rekstur Iceland hafi að jafnaði gengið vel. Erfiðleikar í rekstri fyrirtækisins hafi einmitt átt sér stað þegar hann var „frystur úti“ eins og blaðamaðurinn kemst að orði.

Greinin í Telgraph

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK