Salan á Iceland að hefjast

Iceland rekur um 730 verslanir.
Iceland rekur um 730 verslanir.

Breska blaðið Tel­egraph seg­ir frá því í dag að versl­un­ar­keðjan Ice­land, sem er að 77% hluta í eigu ís­lenskra banka, verði aug­lýst til sölu í þess­um mánuði. Í fyr­ir­sögn grein­ar­inn­ar er velt upp þeirri spurn­ingu hvort raun­hæft sé að fá 1,5 millj­arða punda eða tæp­lega 280 millj­arða króna fyr­ir hlut­inn.

Slita­stjórn Lands­bank­ans á 67% hlut í Ice­land og Glitn­ir 10% hlut. Ice­land er lang­verðmæt­asta eign gamla Lands­bank­ans og því skipt­ir miklu að sal­an á fyr­ir­tæk­inu gangi vel. Slita­stjórn­in hef­ur engu viljað svara um hvenær hlut­ur­inn verður sett­ur á sölu.

Vitað er að Malcolm Wal­ker, stofn­andi Ice­land, sem á 4% hlut í fyr­ir­tæk­inu, hef­ur mik­inn áhuga á að eign­ast það. Spurn­ing­in er hins veg­ar um áhuga annarra.

Tel­egraph full­yrðir að í þess­um mánuði muni bank­arn­ir UBS og Bank of America Merrill Lynch gefa út útboðslýs­ingu vegna söl­unn­ar á Ice­land. Blaðið seg­ir að sal­an á fyr­ir­tæk­inu sé ekki ein­falt verk­efni. Sal­an verði að eiga sér stað í ein­hvers kon­ar sam­komu­lagi við Wal­ker. Blaðið bend­ir á að rekst­ur Ice­land hafi að jafnaði gengið vel. Erfiðleik­ar í rekstri fyr­ir­tæk­is­ins hafi ein­mitt átt sér stað þegar hann var „fryst­ur úti“ eins og blaðamaður­inn kemst að orði.

Grein­in í Telgraph

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka