Mikil verðlækkun í kauphöllum

Miðlarar í kauphöllinni í Frankfurt í morgun.
Miðlarar í kauphöllinni í Frankfurt í morgun. Reuters

Mikil verðlækkun hefur orðið í kauphöllum Evrópu í morgun. Hefur hlutabréfavísitala víða lækkað um þrjú prósent eða meira. Í kauphöllinni í Lundúnum hefur vísitala lækkað um 1,6%.

Eru ástæðurnar sagðar áhyggjur fjárfesta vegna skuldakreppunnar á evrusvæðinu, neikvæðra talna um atvinnuleysi í Bandaríkjunum og aðgerða bandarískra stjórnvalda gegn stórum þarlendum bönkum sem tilkynntar voru á föstudag.

Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópu, sagði í morgun að nauðsynlegt væri að ljúka aðgerðum vegna skuldavanda Grikklands. Þá sagði Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, að evrópskir bankar yrðu að fá aukið fjármagn til að mæta áhrifum skuldakreppunnar á evrusvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK