Tap hjá Íslandspósti

Tap á rekstri Íslandspósts fyrstu sex mánuði ársins nam 209 milljónum króna. Segir fyrirtækið að neikvæða afkomu megi fyrst og fremst rekja til minnkandi tekna vegna fækkunar bréfa í þeim hluta rekstrar Íslandspósts, sem tilheyrir einkarétti.

Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta var neikvæð um 56 milljónir króna.

Fram kemur í tilkynningu, að á undanförnum árum hafi Íslandspóstur brugðist við minnkandi bréfamagni með ýmsum hagræðingaraðgerðum. Helstu aðgerðir varði breytingar á viðskiptaskilmálum og dreifikerfi, sem ætlað sé að bæta afkomu í einkarétti verulega. 

Frá miðju sumri 2010 hafi nýir viðskiptaskilmálar Íslandspósts verið til umfjöllunar hjá Póst- og fjarskiptastofnun og segir fyrirtækið að afgreiðslu þeirra sé að vænta innan tíðar. Innleiðing á nýju fyrirkomulagi við dreifingu bréfapósts, sem hafi verulega hagræðingu í för með sér, hafi tafist vegna kærumála en þau séu nú öðru sinni til umfjöllunar hjá úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK