Þak sett á gengi svissneska frankans

Svissneskir frankar.
Svissneskir frankar. Reuters

Seðlabanki Sviss tilkynnti í dag, að skilgreint hefði verið þak á gengi svissneska frankans gagnvart evru þannig að gengi frankans verði ekki hærra en 1,20 gagnvart evru.

Gengi frankans lækkaði umsvifalaust á gjaldeyrismarkaði um 9,32% og var 1,212 frankar gagnvart evru. Þá hækkaði svissneska hlutabréfavísitalan um rúm 4%.

Svissneski seðlabankinn sagði, að gengi frankans væri allt of hátt skráð. Það hefði skaðleg áhrif á svissneska hagkerfið og yki hættu á verðhjöðnun.

Segist bankinn munu framfylgja þessari fastgengisstefnu af hörku og sé reiðubúinn til að kaupa erlenda gjaldmiðla í ómældu magni. Bætti seðlabankinn við, að þrátt fyrir þessar aðgerðir væri gengi frankans enn of hátt.

Svissneski frankinn þykir öruggur gjaldmiðill og hefur gengi hans hækkað jafnt og þétt þegar fjárfestar hafa selt aðra gjaldmiðla, svo sem evru og dal, og keypt franka. Þegar gengi frankans var hvað hæst í ágúst hafði það hækkað um 20% gagnvart evru frá árinu 2009. Svissneski seðlabankinn hefur þegar lækkað stýrivexti niður í nánast 0.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK