Þarf að „vaða í verkið“

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Golli

Strax og gjaldeyrishöftin voru sett á hefði þurft að hefja mótun nýrrar peningamálastefnu af krafti að mati Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Farið hefði verið í slíka vinnu en hún hins vegar gengið alltof hægt.

Í því sambandi yrði meðal annars að skoða möguleikann á upptöku annars gjaldmiðils í stað íslensku krónunnar. Ekki væri hægt að útiloka þá leið.

Þetta kom fram í ræðu Bjarna á hádegisfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga í dag á Grand Hóteli um gjaldeyrishöftin. Hann sagði mótun nýrrar peningamálastefnu vera eina forsenduna fyrir því að hægt væri að afnema höftin. Hin skilyrðin væru trúverðug efnahagsstefna og síðast en ekki síst að nægilegt pólitískt áræði væri til staðar til þess að „vaða í verkið.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK