Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði í dag að bankinn væri reiðubúinn til að grípa til frekari aðgerða til að örva hagvöxt.
„Seðlabankinn ræður yfir ýmsum aðferðum, sem hægt væri að nota til að örva efnahagslífið," sagði Bernanke í ræðu í Minneapolis.
Stjórn seðlabankans kemur saman 21. og 22. september. Sagði Bernanke að stjórnin væri reiðubúin til að beita þessum aðferðum eins og við ætti til að hraða efnahagsbatanum