Landsframleiðsla fyrstu sex mánuði ársins jókst um 2,5% að raungildi samanborið við fyrstu sex mánuði ársins 2010. Landsframleiðsla dróst hins vegar saman um 2,8% að raungildi milli 1. ársfjórðungs og 2. ársfjórðungs þessa árs, að því er kemur fram á vef Hagstofunnar.
Þar kemur einnig fram að samkvæmt endurskoðuðum tölum Hagstofunnar yfir þjóðhagsreikninga á árinu 2010 dróst landsframleiðslan á því ári saman um 4% en áður var talið að samdrátturinn hefði numið 3,5%. Árið 2009 dróst landsframleiðslan saman um 6,7%.
Hagstofan segir, að samdráttur landsframleiðslu á árinu 2010 sé að árinu 2009 undanskildu sá mesti sem mælst hefur frá árinu 1968, en þá nam hann 5,5%. Landsframleiðsla á liðnu ári varð svipuð að raungildi og landsframleiðsla ársins 2005.
Fram kemur þjóðhagsreikningum Hagstofunnar, að þjóðarútgjöld drógust saman um 3,9% milli 1. og 2. ársfjórðungs í ár. Einkaneysla jókst um 1,8%, samneysla um 0,4% og fjárfesting um 7,7%. Útflutningur jókst um 1,4% en innflutningur var óbreyttur.
Hagvöxtur í helstu viðskiptalöndum Íslands var mestur á 2. ársfjórðungi í Danmörku
og Svíþjóð eða 1%. Í Bandaríkjunum var hagvöxtur 0,2% en 0,4% í
Noregi. Í Japan var 0,3% samdráttur.
Landsframleiðslan á 2. ársfjórðungi