Tekjur og gjöld ríkisins dragast saman

Fjármálaráðuneytið.
Fjármálaráðuneytið.

Handbært fé frá rekstri ríkissjóðs fyrstu sjö mánuði ársins var neikvætt um 64,1 milljarð króna en var neikvætt um 75,6 milljarða á sama tímabili 2010. Tekjur drógust saman um 18,5 milljarða en á sama tíma drógust gjöldin saman um 10,7 milljarða milli ára.

Fjármálaráðuneytið segir, að þetta sé betri niðurstaða en áætlað var, en gert var ráð fyrir að handbært fé frá rekstri yrði neikvætt um 71,8 milljarða á þessum tíma.

Ráðuneytið segir, að innheimtar tekjur ríkissjóðs hafi numið 242,5 milljörðum á fyrstu sjö mánuðum ársins, sem sé 7,5% minni tekjur en skiluðu sér á sama tíma í fyrra. Frávikið skýrist einkum af minni tekjum af sölu eigna  þar sem að í júní 2010 var bókfærður söluhagnaður vegna svonefnds Avenssamkomulags.

Innheimtar tekjur í ár voru þó 3,6 milljörðum meiri en áætlun fjárlaga gerði ráð fyrir. Segir fjármálaráðuneytið að það megi einkum  rekja til meiri tekjuskatts einstaklinga og fjármagnstekjuskatts en reiknað var með.

Greidd gjöld námu 307,4 milljörðum og drógust saman um 10,7 milljarða frá fyrra ári, eða um 3,4%. Greidd gjöld voru einnig innan fjárheimilda tímabilsins um 3,3 milljarða eða 1,1%.

Vefur fjármálaráðuneytisins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK