Seðlabanki Evrópu er tilbúinn til að tryggja bönkum á evrusvæðinu þá greiðslugetu sem þeir þurfa, að sögn Jean-Claude Trichet seðlabankastjóra í dag.
„Við erum tilbúnir ... við erum mjög áhugasamir um að veita greiðslugetu,“ sagði Trichet á fréttamannafundi sem bankinn hélt eftir að tilkynnt var um óbreytta stýrivexti upp á 1,5%.
Trichet varaði einnig við „þrengri“ aðstæðum til fjármögnunar, en lagði áherslu á að greiðslugeta væri ekki áhyggjuefni fyrir bankakerfið í heild sinni.