Gjaldþrotabeiðni afturkölluð

Tollstjóri hefur afturkallað gjaldþrotaskiptabeiðni sem hann hafði krafist  á félaginu Joco ehf., en stjórnarformaður þess er Jón Ólafsson, sem á félagið Icelandic Water Holdings, framleiðanda Icelandic Glacial-vatnsins.

Samkvæmt ársreikningi Joco fyrir árið 2009 var tap félagsins 173 milljónir króna, svipað og árið áður, og eigið fé neikvætt um 1,1 milljarð. Joco átti hlut í félögunum Navia og Sonic, sem bæði fást við hljóðupptöku og tónlistarútgáfu og Byggingarfélagi Arnarness.

LEIÐRÉTT KLUKKAN 8:35

Fyrr í morgun kom fram í frétt á mbl.is að tollstjóri hefði krafist gjalþrotaskipta á Joco. Hið rétta er að gjaldþrotabeiðnin var afturkölluð í gær. Beðist er velvirðingar á þessu ranghermi í fyrri fréttinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK