Ítalir þurfa 37.400 milljarða

Götuskilti í Vatíkaninu.
Götuskilti í Vatíkaninu. Reuters

Ítalska ríkið þarf að endurfjármagna skuldir fyrir 62 milljarða evra í þessum mánuði og fyrir 170 milljarða evra fyrir desemberlok. Upphæðin, 232 milljarðar evra, jafngildir hátt í 37.400 milljörðum króna.

Til samanburðar hefur Seðlabanki Evrópu keypt skuldabréf, gríska, írska, portúgalska, spænska og ítalska ríkisins fyrir 129 milljarða evra síðan skuldakreppan á evrusvæðinu hófst.

Tölurnar eru fengnar úr pistli Ambrose Evans-Pritchard, viðskiptaritstjóra Daily Telegraph, sem leggur svo út frá endurfjármögnunarþörf ítalska ríkisins að eldraun Seðlabanka Evrópu kunni að vera rétt að hefjast.

Jan Vincent-Rostowski, fjármálaráðherra Póllands, tók í svipaðan streng á málþingi í suðurhluta Póllands fyrir helgi, að því er fram kemur í Wall Street Journal.

Lýsti ráðherrann þar því yfir að ef skuldakreppan myndi stinga sér niður af fullu afli á Ítalíu myndi það ríða evrusvæðinu að fullu. Taldi ráðherrann jafnframt að gera þyrfti kerfislægar breytingar á skuldsettustu hagkerfunum, líkt og gert var í Póllandi eftir hrun Sovétríkjanna. Má ætla að ráðherrann eigi þar við einkavæðingu ríkiseigna.

En Pólverjar fara með forsæti í ESB á síðari helmingi þessa árs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK