Allt gert til að hindra greiðslufall

Miðlarar við borð sín í kauphöllinni í Frankfurt í morgun.
Miðlarar við borð sín í kauphöllinni í Frankfurt í morgun. Reuters

Michel Barnier, sem fer með mál­efni fjár­mála­markaða í fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins, sagði í dag að allt yrði gert til að hindra að lönd á evru­svæðinu lentu í greiðslu­falli. Ekk­ert lát er á verðfalli á evr­ópsk­um hluta­bréfa­mörkuðum.

„Sum­ir ættu að halda ró sinni," sagði Barnier við blaðamenn í Par­ís þegar hann var spurður um verðhrunið í morg­un. 

Fjár­fest­ar ótt­ast að Grikk­land sé á barmi greiðslu­falls og að það gæti leitt til nýrr­ar fjár­málakreppu um all­an heim líkt og gjaldþrot banda­ríska bank­ans Lehm­an Brot­h­ers gerði í sept­em­ber 2008.

Þá eru einnig vanga­velt­ur um að mats­fyr­ir­tæki muni lækka láns­hæfis­ein­kunn franskra banka sem eiga mikið af grísk­um rík­is­skulda­bréf­um.

Barnier sagðist vera þess full­viss að evr­ópsk­ar fjár­mála­stofn­an­ir væru nógu sterk­ar til að mæta tíma­bundn­um erfiðleik­um.  Christian Noyer, seðlabanka­stjóri Frakk­lands, sagði í dag að sama hver þró­un­in yrði í Grikklandi gætu fransk­ir bank­ar staðist það.

All­ar helstu hluta­bréfa­vísi­töl­ur álf­unn­ar hafa lækkað mikið í morg­un. CAC-vísi­tal­an í Par­ís hef­ur lækkað um rúm 4%, DAX-vísi­tal­an í Frankfurt um 2,8% og FTSE-vísi­tal­an í Lund­ún­um um 1,3%.  Nor­ræn­ar vísi­töl­ur hafa einnig lækkað, C20-vísi­tal­an í Kaup­manna­höfn þó mest eða um 3,1%.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK