Paul Krugman, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, segir að dregið geti til tíðinda til hins verra á evrusvæðinu á næstunni, jafnvel á allra næstu dögum. Allur heimurinn muni finna fyrir högginu frá evrusvæðinu. Krugman gagnrýnir harðlega verðbólgustefnu Seðlabanka Evrópu.
Krugman er þeirrar hyggju að rangt sé að horfa til eins eða tveggja ára þegar næsta niðursveifla á evrusvæðinu er annars vegar. Tímaramminn sé miklu þrengri.
Þá skýtur hann föstum skotum að Jean-Claude Trichet, bankastjóra Seðlabanka Evrópu, fyrir þau ummæli að bankanum hafi tekist óaðfinnanlega að halda niðri verðbólgu á evrusvæðinu.
Telur Krugman stefnu Seðlabanka Evrópu ranga og að frekar eigi að auka peningamagn í umferð og stuðla þannig að óverulegri verðbólgu. Seðlabanki Evrópu berjist við að halda niðri verðbólguþrýstingi sem sé aðeins til í hugarheimi Trichet og samverkamanna hans.
Pistil Krugmans má lesa hér.