Flýta greiðslu til Grikklands

Reuters

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar að flýta 7,7 milljarða evra greiðslu til Grikklands en til stóð að greiðslan yrði ekki að fullu greidd fyrr á árinu 2013.

Er peningunum ætlað að styðja við bakið á fyrirhuguðum áætlunum um að auka samkeppnishæfi, auka vöxt og fjölga störfum í grísku atvinnulífi.

Er þetta niðurstaða nefndar sem Olli Rehn, sem fer með efnahagsmál í framkvæmdastjórninni, stýrði.

Á sama tíma reynir kanslari Þýskalands, Angela Merkel, að róa fjárfesta sem óttast mögulegt greiðslufall gríska ríkisins. Að sögn Merkel standa evru-ríkin þétt saman enda hefði fall Grikklands og um leið brotthvarf þess af evru-svæðinu, keðjuverkandi áhrif.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK