Hagnaður Íslandsbanka rúmir 8 milljarðar

Íslandsbanki
Íslandsbanki mbl.is/Golli

Hagnaður Íslandsbanka nam 8.062 milljónum króna eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins sem er sambærilegt við sama tímabil í fyrra. Eiginfjárhlutfall bankans var í lok tímabilsins 28% sem er töluvert hærra en það 16% lágmark sem FME hefur sett bankanum.

Hreinar vaxtatekjur námu 16.303 milljónum kr. samanborið við 17.438 m. kr. fyrir sama tímabil árið áður. Lækkun vaxtatekna skýrist m.a. af lækkuðu vaxtastigi milli ára. Hreinar þóknanatekjur námu 3.013 m. kr. samanborið við 3.332 m. kr. fyrir sama tímabil árið áður. Lækkun þóknanatekna á milli ára skýrist að mestu leyti af brotthvarfi dótturfélagsins Borgunar úr samstæðu.

Áætlaðir skattar og opinber gjöld tímabilsins námu 2.782m. kr. Þar af nam áætlaður tekjuskattur 2.067 m.kr., atvinnutryggingagjald 371 m.kr., bankaskattur 110 m.kr. og nýr skattur til að fjármagna vaxtabætur vegna húsnæðislána 234 m.kr.

Nettó gjaldfærsla vegna endurmats lánasafnsins nam 255m. kr. samanborið við 474m.kr. fyrir sama tímabil árið áður. Gengishagnaður tímabilsins nam 336m. kr. samanborið við 53m. kr. fyrir sama tímabil árið áður.

Launakostnaður tæpir 5 milljarðar

Heildarlaunakostnaður samstæðunnar nam 4.969 milljónum króna samanborið við 4.597 m. kr. fyrir sama tímabil í fyrra. Hækkunin er að stórum hluta tilkomin vegna almennra launahækkana í tengslum við kjarasamninga og fjölgun starfsmanna í tengslum við verkefni er varða fjárhagslega endurskipulagningu útlána.

Meðal stöðugildi samstæðunnar á tímabilinu voru 1.258 samanborið við 1.080 á sama tímabili árið áður. Aukninguna má að mestu leyti rekja til dótturfélaga sem eru í söluferli, má þar m.a. nefna Jarðboranir hf. og BLIH ehf. sem fer með allt hlutafé í Ingvari Helgasyni ehf. og Bifreiðum og landbúnaðarvélum ehf.

Arðsemi eiginfjár var 12,9% sem er í takti við þá arðsemiskröfu sem Bankasýsla ríkisins gerir til þeirra fjármálafyrirtækja sem stofnunin á eignarhluti í, samkvæmt fréttatilkynningu.

Áætluð opinber gjöld tímabilsins nema um 2.782 milljón króna. Þar af nam áætlaður tekjuskattur um 2.067 m.kr., atvinnutryggingagjald 371 m.kr., bankaskattur um 110 m.kr. og nýr skattur til að fjármagna vaxtabætur vegna húsnæðislána 234 m.kr.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK