24,4 milljarða hagnaður

Merki Landsbankans
Merki Landsbankans

Hagnaður Landsbankans var 24,4 milljarðar króna eftir skatta á fyrri hluta ársins. Þar af nam gengishagnaður vegna hlutabréfa í eigu Horns hf., dótturfélags bankans, um 9 milljörðum króna. Bankinn segir fyrirsjáanlegt að tap verði af hlutabréfum á þriðja ársfjórðungi.

Á sama tímabili í fyrra var hagnaður bankans 9,4 milljarðar króna en  27,2 milljarðar á öllu árinu.

Hagnaður af aflagðri starfsemi var 4,7 milljarðar króna. Þar vegur þyngst salan á Vestia og Icelandic Group sem skilaði 4,1 milljarðs hagnaði.

Hagnaður af reglulegri starfsemi bankans var um 10,7 milljarðar í samanburði við 6,6 milljarða á sama tíma árið 2010. Arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi bankans er 10,8%.

Virðisrýrnun á útlánasafni til einstaklinga nemur um 9 milljörðum króna. Virðisaukning lánasafns bankans til fyrirtækja nemur um 19 milljörðum króna.

Eigið fé bankans er nú 207,7 milljarðar króna miðað við 184,9 milljarða króna í lok árs 2010. Arðsemi eigin fjár Landsbankans var 24,9% á ársgrundvelli og eiginfjárhlutfall er nú 22,4%, lágmarkskrafa Fjármálaeftirlitsins er 16%.

Hækkun á verðmæti eignarhlutar ríkisins í bankanum umfram vaxtakostnað þess af hlutafjárframlaginu á árinu 2011 er 20,7 milljarðar króna.  Frá stofnun bankans hefur hlutur ríkisins hækkað um 28,6 milljarða króna umfram fjármagnskostnað.



mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK