24,4 milljarða hagnaður

Merki Landsbankans
Merki Landsbankans

Hagnaður Lands­bank­ans var 24,4 millj­arðar króna eft­ir skatta á fyrri hluta árs­ins. Þar af nam geng­is­hagnaður vegna hluta­bréfa í eigu Horns hf., dótt­ur­fé­lags bank­ans, um 9 millj­örðum króna. Bank­inn seg­ir fyr­ir­sjá­an­legt að tap verði af hluta­bréf­um á þriðja árs­fjórðungi.

Á sama tíma­bili í fyrra var hagnaður bank­ans 9,4 millj­arðar króna en  27,2 millj­arðar á öllu ár­inu.

Hagnaður af aflagðri starf­semi var 4,7 millj­arðar króna. Þar veg­ur þyngst sal­an á Vestia og Icelandic Group sem skilaði 4,1 millj­arðs hagnaði.

Hagnaður af reglu­legri starf­semi bank­ans var um 10,7 millj­arðar í sam­an­b­urði við 6,6 millj­arða á sama tíma árið 2010. Arðsemi eig­in fjár af reglu­legri starf­semi bank­ans er 10,8%.

Virðisrýrn­un á út­lána­safni til ein­stak­linga nem­ur um 9 millj­örðum króna. Virðis­aukn­ing lána­safns bank­ans til fyr­ir­tækja nem­ur um 19 millj­örðum króna.

Eigið fé bank­ans er nú 207,7 millj­arðar króna miðað við 184,9 millj­arða króna í lok árs 2010. Arðsemi eig­in fjár Lands­bank­ans var 24,9% á árs­grund­velli og eig­in­fjár­hlut­fall er nú 22,4%, lág­marks­krafa Fjár­mála­eft­ir­lits­ins er 16%.

Hækk­un á verðmæti eign­ar­hlut­ar rík­is­ins í bank­an­um um­fram vaxta­kostnað þess af hluta­fjár­fram­lag­inu á ár­inu 2011 er 20,7 millj­arðar króna.  Frá stofn­un bank­ans hef­ur hlut­ur rík­is­ins hækkað um 28,6 millj­arða króna um­fram fjár­magns­kostnað.



mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka