Evran veiktist heldur á gjaldeyrismörkuðum í Asíu í morgun eftir að matsfyrirtækið Moody's lækkaði lánshæfiseinkunn tveggja franska banka. Síðar í dag muni leiðtogar Frakklands, Þýskalands og Grikklands ræða stöðu mála í síðast nefnda landinu.
Evran kostar nú 1,3631 Bandaríkjadal í viðskiptum á gjaldeyrismörkuðum í Asíu en í New York í gærkvöldi voru viðskipti með evruna á 1,3682 dali. Evran er á 104,82 jen í morgun en var 105,21 jen í gærkvöldi.
Litlar sem engar breytingar urðu á gengi Bandaríkjadals gagnvart jeni og er hann skráður á 76,86 jen.