Íslandshrunið óumflýjanlegt

Robert Z. Aliber.
Robert Z. Aliber. mbl.is/Golli

Robert Aliber, fyrrverandi prófessor í hagfræði við Chicago-háskóla, segir að fjármálahrunið hér á landi eigi að stærstum hluta rætur að rekja til brotalama í hinu alþjóðlega fjármálakerfi. Það sama megi segja um þá fjármálakreppu sem skall á með fullum þunga á Vesturlöndum haustið 2008. Aliber sagði ennfremur aðeins tímaspursmál hvenær gríska ríkið þurfi að yfirgefa evrusvæðið. Hann spáir að það muni gerast á næstu vikum.

Þetta kom fram á fyrirlestri prófessorsins í Háskóla Íslands rétt í þessu. Aliber segir að spilling innan bankakerfisins og gallar á eftirlitskerfi með fjármálakerfinu hafi haft áhrif en stærsta orsökin sé að finna í brotalömum hins alþjóðlega fjármálakerfis.

Það hafi meðal annars leitt til meiriháttar fjármagnsflæðis til landsins í aðdraganda hrunsins hér á landi. Ekki hafi verið hægt að koma í veg fyrir slíkt fjármagnsflæði sökum tengingar íslenska hagkerfisins við hið alþjóðlega fjármálakerfi.

Aliber lagði mikla áherslu á hversu miklar skekkjur geta hlotist af tímabundnu miklu fjármagnsflæði og veigamikinn þátt þeirra í aðdraganda fjármálakreppu. Aliber sagði ljóst að aðild lítils opins hagkerfis að stærra myntsvæði á borð við evrusvæðið veiti enga vörn fyrir skaðlegum áhrifum slíks fjármagnsflæðis fyrir raunhagkerfi. Ástandið í evruríkjum  borð við Írland og Grikkland sýni þetta. Aliber spáir því að gríska ríkið muni hrökklast af evrusvæðinu á næstu vikum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK