Landsbanki metur kostnað ríkisins vegna SpKef á 30 milljarða

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.

Lands­bank­inn tel­ur að kostnaður rík­is­sjóðs vegna yf­ir­töku bank­ans á SpKef muni nema 30,6 millj­örðum króna. Þetta kem­ur fram í upp­gjöri Lands­bank­ans fyr­ir fyrstu sex mánuði árs­ins.

Í skýr­ing­um við upp­gjör bank­ans kem­ur fram að bank­inn og fjár­málaráðuneytið tak­ist enn á um verðmat á eign­um og skuld­um SpKef, en sem kunn­ugt er tók Lands­bank­inn yfir spari­sjóðinn síðastliðinn mars. Fram kem­ur í skýr­ing­um að Lands­bank­inn met­ur skuld­ir SpKef á tæpa 74 millj­arða.

Lands­bank­inn met­ur hins veg­ar eign­ir SpKef á 43,2 millj­arða en fram kem­ur að eign­ir spari­sjóðsins hafi verið metn­ar á tæpa 59 millj­arða áður en hann var tek­inn yfir. Mestu mun­ar um matið á út­lána­safni SpKef en sam­kvæmt upp­gjöri Lands­bank­ans var það metið á ríf­lega 42 millj­arða áður en sjóður­inn var tek­inn yfir. Lands­bank­inn tel­ur hins veg­ar út­lána­safnið ekki vera nema 27 millj­arða króna virði.

Þegar til­kynnt var að Lands­bank­inn myndi taka yfir rekst­ur SpKef lýsti Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, því yfir að kostnaður rík­is­ins vegna þessa yrði ríf­lega 11 millj­arðar og viðskipt­in spöruðu rík­is­sjóði í raun 8,5 millj­arða þar sem ekki þyrfti að end­ur­fjármagna sjóðinn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK