Áfram hækkun í Evrópu

Kauphöllin í Lundúnum, London Stock Exchange
Kauphöllin í Lundúnum, London Stock Exchange

Allar helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu hafa haldið áfram að hækka en þær hækkuðu mikið í gær. Er hækkunin rakin til ákvörðunar fimm seðlabanka að setja aukið fé inn á markað til þess að bæta aðgang banka að skammtímafjármögnun.

Í Lundúnum hefur FTSE vísitalan hækkað um 0,48%, DAX hefur hækkað um 0,99% í Frankfurt og í París hefur CAC vísitalan hækkað um 0,17%. Hlutabréf franska bankans Societe Generale hafa hækkað um 2,21% í morgun en Moody's lækkaði lánshæfiseinkunn bankans fyrr í vikunni.

Í Asíu og Eyjaálfu hækkuðu einnig helstu hlutabréfavísitölur í dag. Í Tókýó nam hækkunin 2,25%, Hong Kong 1,43% og Seúl 3,72%. Í Sydney í Ástralíu hækkaði vísitalan um 1,91%.

Í gær hækkaði Dow Jones vísitalan um 1,66% og S&P 500 um 1,72%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK