Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir vandann á evrópska bankamarkaðnum vera lausafjárvanda sem fyrst og fremst felst í skorti á dollurum. Hann segir ennfremur að hægt sé að leysa slíkan vanda og að helstu seðlabankar heims hafi stigið skref í þá átt með tilkynningu um ótakmarkaðu aðgengi evrópskra banka að dollurum fram til ársloka.
Már lét þessi orð falla á morgunfundi Samtaka iðnaðarins og Samtaka atvinnulífsins um horfurnar í Evrópu um þessar mundir.