Skiptar skoðanir eru á því hvað peningastefnunefnd Seðlabankans muni til bragðs taka á vaxtaákvörðunarfundi sínum næsta miðvikudag.
Í umfjöllun um vaxtamálin í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að þó svo að margir sérfræðingar telji aðstæður og horfur í hagkerfinu ekki kalla á vaxtahækkun telja aðrir að peningastefnunefndin muni samt sem áður hækka vexti.
Peningastefnunefndin hækkaði vexti um 25 punkta í ágúst og rökstuddi ákvörðun sína með vísun til vaxtar á eftirspurn og atvinnu umfram spár og versnandi verðbólguhorfa. Í Morgunblaðinu kemur fram, að ekki séu allir sammála þessari greiningu.