Ólíklegt að Ísland fengi umtalsverða styrki frá ESB

Styrkir til sjávarútvegs í ESB nema helmingi aflaverðmætis innan sambandsins.
Styrkir til sjávarútvegs í ESB nema helmingi aflaverðmætis innan sambandsins. mbl.is/Brynjar Gauti

Ragnar Árnason hagfræðiprófessor segir ólíklegt að íslenskur sjávarútvegur fengi umtalsverða styrki úr sjóðum Evrópusambandsins, gengju Íslendingar í sambandið.

Samtökin Oceana frá sér skýrslu á dögunum, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að niðurgreiðslur ESB til sjávarútvegs hefðu ýtt undir mikla offjárfestingu í evrópskum sjávarútvegi. Telja samtökin saman styrki til sjávarútvegs innan ESB á árinu 2009 og komast að þeirri niðurstöðu að þeir séu að lágmarki 3,3 milljarðar evra. Það er helmingur aflaverðmætis innan ESB sama ár.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að fiskveiðiflotinn innan Evrópusambandsins sé að líkindum tvisvar til þrisvar sinnum stærri en sjálfbærar fiskveiðar leyfi, þar sem niðurgreiðslur, millifærslur og styrkir hafi ýtt undir offjárfestingu.

Niðurgreiðslur ESB til sjávarútvegs eru hærri en sem nemur heildarverðmæti landaðs afla hjá 13 löndum í sambandinu. Fjögur þeirra eru skráð með ekkert aflaverðmæti; Austurríki, Tékkland, Ungverjaland og Slóvakía, og samanlagt fengu þau lönd 48 milljónir evra í sjávarútvegsstyrki árið 2009.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK