1160 milljarða fjármálaveðmál

Kweku Adoboli í lögreglufylgd við réttarsal í Lundúnum á föstudag.
Kweku Adoboli í lögreglufylgd við réttarsal í Lundúnum á föstudag. Reuters

Miðlarinn, sem sakaður er um að hafa valdið 2 milljarða dala, 232 milljarða króna tapi hjá svissneska bankanum UBS, hafði lagt fimm sinnum meira fé undir í ýmsum viðskiptum í nafni bankans.

Kweku Adoboli, 31 árs, var handtekinn í Lundúnum í síðustu viku og á föstudag var honum birt ákæra fyrir fjársvik og bókhaldsbrot. 

Blaðið Sunday Times hefur eftir innanbúðarmönnum hjá UBS, að Adoboli hafi lagt upphæðir, sem samtals námu um 10 milljörðum punda, undir í ýmsum viðskiptum í nafni bankans áður en upp komst um hann. 

UBS hafði að mestu undið ofan af þessum fjárfestingum á föstudag. Hins vegar telja kunnugir ljóst að þessar fjárhæðir veki alvarlegar spurningar um innra eftirlit bankans. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK